Haustlauf 2004

 

Ég hef lengi safnað laufblöðum á ferðum mínum. Í þau sæki ég innblástur í verkið Haustlauf. Fyrst kembi ég ullina með kömbum langömmu maka míns og þæfi í voðir. Síðan þrykki ég skuggamynd af laufblöðum á voðina, eitt í einu, sauma út örsmáan gróður og þar á milli bregður fyrir flugum að leik. Minning mín um haust í ýmsum löndum.

 

Previous
Previous

Bláfjöll 2006

Next
Next

New Portfolio Item